Tottenham er búið að samþykkja tilboð Bayern Munchen í Harry Kane. The Athletic segir frá rétt í þessu.
Þar segir að tilboð Bayern upp á meira en 100 milljónir evra hafi verið samþykkt, en þýska félagið hefur verið á eftir Kane í allt sumar. Tottenham hefur hingað til hafnað öllum tilboðum en samþykkti það nýjasta.
Nú þarf Kane að ákveða hvað hann vill gera.
Kane á aðeins ár eftir af samningi sínum við Tottenham og hefur ekki viljað skrifa undir. Hann var hins vegar til í að vera hjá félaginu fram á næsta sumar.
Í frétt The Athletic segir að honum líki við að spila undir stjórn nýja stjóra Tottenham, Ange Postecoglou. Það er spurning hvernig þessar fréttir blasa við honum. Framvinda mála verður afar áhugaverð.
🚨 EXCLUSIVE: Bayern Munich have reached an agreement with Tottenham to sign Harry Kane, sources in Germany indicate. #FCBayern proposal worth above €100m accepted by #THFC. 30yo has been leaning towards staying but must now make a decision @TheAthleticFC https://t.co/mPjC3YPDnH
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 10, 2023