Haraldur Guðmundsson mun stýra liði Keflavíkur út tímabilið en þetta var staðfest nú í kvöld.
Haraldur tekur við starfinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem hætti eftir 3-1 tap gegn HK í Bestu deild í gær.
Keflavík staðfesti brottför Sigga Ragga í kvöld og tilkynnti um leið að Haraldur myndi taka við keflinu.
Keflavík er á botni Bestu deildarinnar með aðeins tíu stig og er sjö stigum frá öruggu sæti.
Haraldur starfaði sem aðstoðarmaður Sigga Ragga og er ráðinn líklega aðeins út sumarið.