Alex Oxlade Chamberlain er á leið í tyrkneska boltann.
Kappinn varð samningslaus eftir sex ár hjá Liverpool í sumar. Hann spilaði alls 146 leiki fyrir félagið, skoraði 18 mörk og vann allt sem hægt er að vinna þrátt fyrir að hafa ekki verið í mjög stóru hlutverki undir stjórn Jurgen Klopp.
Í sumar hefur Chamberlain verið orðaður við félög á borð við Aston Villa og Brentford í ensku úrvalsdeildinni auk nokkurra í Sádi-Arabíu.
The Times segir hins vegar frá því að Chamberlain sé á leið til Tyrklands að skrifa undir hjá Besiktas.
Mun hann gangast undir læknisskoðun á næstunni.
Besiktas hafnaði í þriðja sæti tyrkensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.