„Við erum allar sjúklega spenntar og mjög gíraðar, tilbúnar í þennan leik,“ segir Nadía Atladóttir, fyrirliði Víkings, fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins á föstudag. Þar verður andstæðingurinn Breiðablik.
Víkingur er á toppi Lengjudeildarinnar en Blikar á toppi Bestu deildarinnar. Það er því ljóst að Kópavogsliðið er sigurstranglegra.
„Við þurfum að halda áfram að spila eins og við höfum verið að spila í sumar og beita góðum skyndisóknum. Við þurfum að halda okkur við okkar plan. Þá fer þetta eins og þetta fer,“ segir Nadía, sem vonast til að sjá sem flesta Víkinga á pöllunum í Laugardal.
Nánar er rætt við Nadíu í spilaranum.
Leikurinn hefst klukkan 19 á föstudag.