Miðvörðurinn Joe Rodon er á leið til Leeds á láni frá Tottenham.
Rodon er 25 ára gamall og hefur verið á mála hjá Tottenham síðan 2020, án þess þó að vera í stóru hlutverki.
Hann lék á láni með Rennes í Frakklandi á síðustu leiktíð.
Nú er velski landsliðsmaðurinn á leið aftur á lán og verður Leeds áfangastaðurinn.
Liðið leikur í ensku B-deildinni eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni í vor.
Agreement completed between Tottenham and Leeds United for Joe Rodon. The centre back joins #LUFC on loan until the end of the season ⚪️
Spurs hope to find solution also for Tanganga and Davinson Sanchez in the next days/weeks. pic.twitter.com/WoeQqffOxE
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 9, 2023