Everton hefur mikinn áhuga á Hugo Ekitike hjá Paris Saint-Germain.
Ekiteke, sem er 21 árs gamall, kom til PSG frá Reims í fyrra og skoraði fjögur mörk á sínu fyrsta tímabili.
Everton vill nú fá hann og er líklegt að það yrði á láni til að byrja með. Everton hefði svo möguleika á að kaupa hann síðar meir.
Everton bjargaði sér naumlega frá falli annað tímabilið í röð í ensku úrvalseildinni í vor og reynir að styrkja sig fyrir komandi átök.
Hingað til hefur liðið aðeins fengið til sín þá Arnaut Danjuma á láni frá Villarreal og Ashley Young á frjálsri sölu.
Everton have concrete interest in Hugo Ekitike. Told negotiation will take place over loan deal with buy option clause that can become mandatory 🔵🇫🇷
Terms of the deal and numbers not discussed yet, still at early stages with both PSG and player side. pic.twitter.com/KB6SKIgSPh
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 9, 2023