Valur 1 – 1 Stjarnan
0-1 Sædís Rún Heiðarsdóttir
1-1 Amanda Jacobsen Andradóttir
Valskonur náðu ekki að komast á toppinn í Bestu deild kvenna í kvöld er liðið mætti Stjörnunni.
Valur var einu stigi á eftir Blikum fyrir leikinn og áttu leik inni sem fór svo fram í kvöld.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir að bæði Valur og Breiðablik eru með 33 stig eftir 15 leiki.
Blikar eru þó með töluvert betri markatölu og halda efsta sætinu í bili.