Miðjumaðurinn Piotr Zielinski er nú einnig á leið til Sádí Arabíu eins og fjölmargir aðrir leikmenn í Evrópu hafa gert.
Zielinski er 29 ára gamall en hann mun skrifa undir samning við Al-Ahli á næstu dögum.
Pólverjinn hefur leikið yfir 250 deildarleiki fyrir Napoli á Ítalíu en hann gekk í raðir liðsins fyrir sex árum.
Áður lék Zielinski bæði fyrir Udinese og Empoli og á að baki 82 landsleiki fyrir Pólland.
Fabrizio Romano greinir frá en Zielinski verður samningslaus 2024 og er því fáanlegur í þessum glugga.