West Ham hefur staðfest það framherjinn Gianluca Scamacca sé genginn í raðir Atalanta.
Um er að ræða framherja sem kom til West Ham síðasta sumar en stóðst ekki væntingar á sínu fyrsta tímabili.
Ítalinn skoraði aðeins þrjú mörk í deild og var best fyrir alla aðila að hleypa honum aftur til heimalandsins.
Ítalinn kostar Atalanta samanlagt 27 milljónir punda en hann er 24 ára gamall og er á besta aldri.
Hann á að leysa Rasmus Hojlund af hólmi en hann var seldur til Manchester United á dögunum.