Fylkir hefur staðfest það að sóknarmaðurinn Óskar Borgþórsson sé farinn til Sogndal í Noregi.
Um er að ræða efnilegan 19 ára gamlan leikmann sem hefur verið einn öflugasti leikmaður Fylkis í sumar.
Sogndal spilar í B-deildinni í Noregi og skrifar hann undir þriggja ára samning.
Óskar er uppalinn hjá Fylki en hann spilar með tveimur Íslendingum hjá Sogndal.
Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson eru báðir á mála hjá félaginu.