Eins ótrúlegt og það hljómar gæti Alexis Sanchez verið á leiðinni aftur til Barcelona 34 ára gamall.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Jose Tomas Pumarino og segir að umboðsmenn Sanchez muni ræða við Barcelona í dag.
Sanchez var öflugur fyrir Barcelona frá 2011 til 2014 en samdi svo við Arsenal og var þar í fjögur ár.
Eftir það gekk Sanchez í raðir Manchester United þar sem ekkert gekk upp og var hann síðast hjá Marseille í Frakklandi.
Sanchez er í dag samningslaus og gæti verið á leið til Barcelona í annað sinn sem kæmi mörgum á óvart.