Paris Saint-Germain er að skoða annan framherja þessa stundina ef Harry Kane verður ekki fáanlegur í sumar.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrice Hawkins en Kane hefur verið á óskalista franska stórliðsins.
Kane virðist ætla fara til PSG eða þá Bayern Munchen ef hann færir sig um set í sumar og kveður Tottenham.
PSG er með varakost og heitir hann Goncalo Ramos en hann er Portúgali og leikur með Benfica í heimalandinu.
Benfica mun vilja fá 80 milljónir evra fyrir Ramos en PSG mun reyna að lækka þann verðmiða töluvert.