Tottenham er að fá til liðs við sig Micky Van de Ven frá Wolfsburg.
Þessi hávaxni miðvörður hefur verið orðaður við Tottenham undanfarið og eru skiptin við það að ganga í gegn. Leikmaðurinn þarf aðeins að gangast undir læknisskoðun og þá þarf enska félagið að fá grænt ljós frá Wolfsburg.
Tottenham greiðir Wolfsburg alls um 50 milljónir evra fyrir Van de Ven.
Van de Ven er hollenskur og hefur verið á mála hjá Wolfsburg í tvö ár.
Kappinn getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar.
Tottenham are just waiting for the final green light from Wolfsburg then Micky Van de Ven deal will be done. ⚪️🏁
Talks were very advanced as revealed in last 48h.
Fee close to €50m, add-ons included.
Medical in the coming days for both Van de Ven and Alejo Véliz. 🇳🇱🇦🇷 pic.twitter.com/Rkn4WCebkk
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 4, 2023