Nottingham Forest er búið að leggja fram tilboð í Matt Turner, markvörð Arsenal.
Bandaríkjamaðurinn hefur verið orðaður við Forest undanfarið. Tilboðið er um að kaupa Turner en ekki fá hann á láni. Upphæðin kemur þó ekki fram.
Turner er landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna og vill fá reglulegan spiltíma, en hann er varaskeifa fyrir Aaron Ramsdale hjá Arsenal.
Arsenal er þá að reyna að fá David Raya frá Brentford. Talið er að hann kosti um 40 milljónir punda. Mun hann veita Ramsdale samkeppni um stöðu aðalmarkvarðar ef hann kemur.
EXCL: Nottingham Forest submitted an official bid for Matt Turner. 🚨🔴🌳
Understand the proposal has been made for permanent transfer, talks advancing with Arsenal.
Crucial step in goalkeepers domino as #AFC keep negotiating with Brentford for David Raya, deal getting closer. pic.twitter.com/ebhozL9l75
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 4, 2023