Fjölmargir knattspyrnuaðdáendur hafa tjáð sig um nýja mynd þar sem stórstjörnur koma fyrir.
Um er að ræða Brasilíumenn en aðeins tveir af þeim spila í dag þeir Vinicius Junior hjá Real Madrid og Joao Mendes.
Mendes er sonur goðsagnarinnar Rivaldo sem hefur lagt skóna á hilluna en gerði garðinn frægan með liðum eins og Barcelona.
Tveir aðrir fyrrum leikmenn Barcelona eru í mynd eða Ronaldo og Ronaldinho sem eru einnig hættir.
Myndin hefur vakið svakalega athygli á samskiptamiðlum og hafa margir aðdáendur tjáð sig um hana.
,,Þetta er myndin sem mun sprengja internetið,“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Vá, bara vá. Ég hef ekki séð eins mikil gæði á einni mynd.“
Myndina má sjá hér.