Tino Livramento er að ganga í raðir Newcastle frá Southampton samkvæmt helstu miðlum.
Livramento er tvítugur bakvörður sem er uppalinn hjá Chelsea en hefur verið hjá Southamton síðan 2021.
Hann heillaði mikið á þarsíðasta tímabili en var frá næstum allt síðasta tímabil þar sem hann var að jafna sig eftir krossbandsslit.
Newcastle greiðir Southampton 40 milljónir punda og fær Chelsea þokkalega stóran hluta af því vegna þess hvernig félagið samdi við Southamton á sínum tíma.
Livramento á að baki fimm leiki fyrir enska U21 árs landsliðið.