Auston Trusty er genginn til liðs við Sheffield United frá Arsenal.
Um er að ræða bandarískan landsliðsmann sem kom til Arsenal í janúar 2022 en hefur ekki spilað fyrir félagið.
Varnarmaðurinn hefur verið lánaður til Colorado Rapids og Birmingham á tíma sínum hjá Arsenal.
Trusty gerir fjögurra ára samning við Sheffield United sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni.
Welcome to the Blades, Auston Trusty! ✍️🇺🇸 pic.twitter.com/JCL8JWxILo
— Sheffield United (@SheffieldUnited) August 3, 2023