Riðlum F og G á HM lauk í dag.
Eldsnemma í morgun sló suðurafríska liðið út það ítalska með 3-2 sigri. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst í útsláttarkeppnina en vonbrigðin eru mikil fyrir Ítali.
Í sama riðli vann Svíþjóð Argentínu með mörkum frá Rebecka Blomqvist og Elin Rubensson og vinnur riðilinn því örugglega.
Í F-riðli náði Jamaíka í dýrmætt stig gegn Brasilíu og henti síðarnefnda liðinu óvænt úr leik.
Jamaíka fer áfram úr riðlinum í fyrsta sinn og fylgir þar með Frökkum í 16-liða úrslit. Frakkland vann 6-3 sigur á Panama í svakalegum leik þar sem Kadidiatou Diani skoraði þrennu.
Argentína 0-2 Svíþjóð
0-1 Blomqvist 66′
0- 2 Rubensson 90′
Suður Afríka 3-2 Ítalía
0-1 Caruso 11′
1-1 Orsi (Sjálfsmark) 32′
2-1 Magaia 67′
2-2 Caruso 74′
3-2 Kgatlana 90+2′
Jamaíka 0-0 Brasilía
Panama 3-6 Frakkland
1-0 Cox 2′
1-1 Lakrar 21′
1-2 Diani 28′
1-3 Diani 37′
1-4 Le Carrec 45+5′
1-5 Diani 52′
2-5 Pinzon 64′
3-5 Cadeno 87′
3-6 Becho 90+10′