Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikið verður á Parken.
Blikar eru í erfiðri stöðu eftir fyrri leikinn hér heima, en hann tapaðist 0-2. Óhætt er að segja að Kópavogsliðið hafi verið óheppið í leiknum.
Vonin er því veik um að komast áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en þrátt fyrir að það fari svo að Breiðablik detti úr leik fer liðið í 3. umferð forkeppni Evróudeildarinnar.
Leikurinn er spilaður á Parken í Kaupmannahöfn og hefst klukkan 18 að íslenskum tíma.