Arsenal hefur endursamið við Emirates, aðalstyrktaraðila sinn sem er framan á treyjum félagsins.
Skytturnar hafa leikið í treyjum frá flugfélaginu frá því 2006 og hefur enginn styrktaraðili í ensku úrvalsdeildinni verið framan á treyjum lengur en Emirates hjá Arsenal.
Nú mun flugfélagið vera til 2028 en þá verða 22 ár frá því samstarfið hófst.
„Við erum svo stolt af því að skrifa söguna með því að framlengja samning okkar við Emirates til 2028,“ segir Juliet Slot, viðskiptastjóri Arsenal.