Ballon d’Or verðlaunin verða í fyrsta sinn í tölvuleiknum ‘FIFA 24’ sem verður gefinn út í september.
Leikurinn hefur lengi borið nafnið ‘FIFA’ en nýja útgáfan mun heita EA Sports FC 24.
Ballon d’Or verðlaunin eru ein sú virtustu í bransanum en þar er besti leikmaður hvers árs kosinn.
Nú geta spilarar séð verðlaunaafhendinguna í leiknum sjálfum sem hefur aldrei sést áður.
Þetta gerir marga aðdáendur leiksins spennta en ‘FIFA’ tölvuleikurinn hefur verið einn vinsælasti tölvuleikur heims til margra ára.