fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Segir að það sé ekki hægt að benda aðeins á Mane – ,,Get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt“

Victor Pálsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 21:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo sannarlega ekki hægt að kenna Sadio Mane um slæmt gengi Bayern Munchen á síðustu leiktíð.

Þetta segir Joshua Kimmich, leikmaður Bayern, en liðið var ekki sannfærandi en vann þó þýska meistaratitilinn mjög naumlega.

Mane gekk í raðir Bayern frá Liverpool í fyrra en hefur nú skrifað undir samning við Al-Nassr í Sádí Arabíu ári seinna.

,,Hann spilaði mjög vel fyrri hluta tímabils og tölfræðin var góð,“ sagði Kimmich í samtali við Bild.

,,Það er ekki hægt að kenna honum einum um það sem gekk ekki upp hjá okkur. Allt fór úrskeiðis fyrir okkur.“

,,Hann var nýr leikmaður sem kom erlendis frá, kynnist nýju tungumáli, nýrri menningu og nýju fólki.“

,,Þegar þú kemur til félags sem stórstjarna þá færðu alltaf mikla gagnrýni – sum gagnrýni á rétt á sér en önnur ekki. Ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“