Matt Turner, markvörður Arsenal, er eftirsóttur í sumar og er lið í ensku úrvalsdeildinni að horfa til hans.
Turner er ekki aðalmarkvörður Arsenal en hann kemur frá Bandaríkjunum og spilaði sjö leiki á síðustu leiktíð.
Samkvæmt Athletic er Nottingham Forest að horfa til Turner sem vonast til að fá fleiri mínútur til að halda sæti sínu í landsliðinu.
Arsenal ku vera opið fyrir því að leyfa Turner að fara sem gæti opnað dyrnar fyrir Rúnar Alex Rúnarsson sem varamarkvörð.
Rúnar myndi vera númer tvö eða þá Karl Hein sem kemur frá Eistlandi og á að baki 22 landsleiki fyrir þjóð sína.
Talið er líklegra að Hein taki stöðu Turner ef hann færir sig um set en hann hefur aðeins spilað einn leik fyrir Arsenal hingað til.