Eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga er Sadio Mane á leið til Al Nassr og fer hann í læknisskoðun í kvöld.
Senegalinn gengur í raðir sádi-arabíska félagsins frá Bayern Munchen, þar sem hann hefur verið í eitt ár.
Dvöl Mane hjá þýska stórliðinu var misheppnuð eftir frábæra tíma hjá Liverpool.
Al Nassr, sem meðal annars er með Cristiano Ronaldo innanborðs, borgar 24 milljónir punda fyrir Mane og mun kappinn þá þéna 24 milljónir punda á ári í laun, skattfrjálst.
Skiptin verða að öllum líkindum staðfest eftir að læknisskoðun er lokið, en sem fyrr segir fer hún fram í kvöld.