fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Gera ráð fyrir móðgandi tilboði í Mbappe

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 09:00

Kylian Mbappe t.v..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain býst við því að Real Madrid komi með „móðgandi“ tilboð í Kylian Mbappe á næstunni. RMC Sport segir frá þessu.

Mbappe  hefur átt í stríði við PSG í allt sumar, allt frá því að hann tilkynnti einmitt um það að hann hyggðist ekki virkja klásúlu um að framlengja samning sinn um eitt ár þrátt fyrir að bera engin skylda til að gera það á þeim tímapunkti. Þetta gerði æðstu menn hjá Parísarfélaginu æfa úr reiði.

Núgildandi samningur Mbappe, sem hann skrifaði undir í fyrra, rennur út eftir aðeins ár, að því gefnu að kappinn virki ekki klásúluna.

PSG vill því selja hann í sumar frekar en að missa hann frítt á næsta ári, en það er einmitt það sem Mbappe hefur í hyggju. Telur PSG að hann sé þegar búinn að ná samkomulag við Real Madrid fyrir næsta ár.

PSG býst hins vegar að Real Madrid muni freista þess að fá Mbappe til sín strax í sumar en gerir ráð fyrir að tilboð spænska félagsins verði langt frá því sem það franska óskar eftir.

Á dögunum samþykkti PSG tilboð Al Hilal í Mbappe en hann hefur engan áhuga á að fara þangað. Undanfarið hefur hann þá óvænt verið orðaður við Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Launahæstu mennirnir á Englandi komast ekki nálægt þeim ríkustu

Launahæstu mennirnir á Englandi komast ekki nálægt þeim ríkustu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“
433Sport
Í gær

Biðja fólk um að virða einkalíf hans eftir mikið áreiti: Mynd af syninum gerði marga reiða – Tveir myrtir í borginni fyrir 25 árum

Biðja fólk um að virða einkalíf hans eftir mikið áreiti: Mynd af syninum gerði marga reiða – Tveir myrtir í borginni fyrir 25 árum
433Sport
Í gær

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“