Fabinho er orðinn leikmaður Al-Ittihad í Sádí Arabíu en þetta var staðfest nú loksins í kvöld.
Fabinho hefur verið orðaður við Al-Ittihad í margar vikur og gerir nú samning við félagið til ársins 2026.
Um er að ræða öflugan miðjumann sem kemur frá Liverpool og kostar liðið 40 milljónir punda.
Liverpool er að losa nánast alla sína miðjumenn en Naby Keita, Jordan Henderson, Alex Oxlade Chamberlain og James Milner eru einnig farnir.
Fabinho lék með Liverpool í fimm ár og vann bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.