Stjarnan 4 – 0 Fram
1-0 Eggert Aron Guðmundsson (’27 )
2-0 Emil Atlason (’64 )
3-0 Róbert Frosti Þorkelsson (’78 )
4-0 Emil Atlason (’82 )
Frömurum var slátrað í Bestu deild karla í kvöld en einn leikur fór fram í Garðabæ.
Fram hefur lítið getað í undanförnum leikjum og hefur nú tapað átta af síðustu tíu deildarleikjum sínum.
Stjarnan er að taka við sér og er komið í 5. sæti deildarinnar með 21 stig.
Emil Atlason var frábær fyrir heimaliðið í kvöld og skoraði tvennu í sannfærandi 4-0 sigri.