Sevilla er að selja Karim Rekik til Sádí Arabíu og er hann að ganga í raðir Al Ettifaq.
Steven Gerrard tók við þjálfun liðsins og kaupin á Rekik verða hans fyrstu frá Evrópu eftir að hann tók við.
Samkomulag er í höfn milli félaganna og fer Rekik í læknisskoðun í Sádí í vikunni.
Al Ettifaq er einnig að reyna að ganga frá kaupum á Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool.
Rekik er 28 ára Hollendingur sem var ungur að árum hjá Manchester City en hann hefur verið hjá Sevilla í þrjú ár.
Hann á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Holland.