Stjarnan 2 – 0 Valur
1-0 Guðmundur Kristjánsson(’27)
2-0 Eggert Aron Guðmundsson(’65)
Það fór fram einn leikur í Bestu deild karla í kvöld er Stjarnan tók á móti Val klukkan 19:00.
Valsmenn þurftu svo sannarlega á sigri að halda í kvöld til að halda í við Víking Reykjavík sem var með sex stiga forskot á toppnum.
Stjarnan gerði sér hins vegar lítið fyrir og fagnaði sigri í Garðabæ og hafði betur, 2-0.
Guðmundur Kristjánsson kom heimaliðinu yfir áður en Eggert Aron Guðmundsson bætti við öðru í seinni hálfleik.
Valur því enn sex stigum frá toppnum en Stjarnan lyfti sér upp í 6. sæti deildarinnar.