Þrjár íslenskar landsliðskonur hafa verið verðlaunaðar fyrir leikjafjölda með liðinu.
Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir hafa báðar náð 100 landsleikjum fyrir A-landslið Íslands og afhenti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, þeim málverk eftir Tolla í viðurkenningarskyni fyrir áfangann.
Þá hefur Elísa Viðarsdóttir spilað 50 A-landsleiki og afhenti Vanda henni styttu eftir Steinunni Þórarinsdóttur.
Kvennalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir vináttulandsleik gegn Finnum annað kvöld. Stelpurnar okkar mæta svo Austurríki ytra á þriðjudag.
Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir hafa báðar náð 100 landsleikjum fyrir A-landslið Íslands og afhenti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, þeim málverk eftir Tolla í viðurkenningarskyni fyrir áfangann!@dagnybrynjars @glodisperla #dottir pic.twitter.com/g6Rh13EiQ0
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 12, 2023
Elísa Viðarsdóttir hefur spilað 50 landsleiki fyrir A-landslið Íslands. Af því tilefni afhenti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, henni styttu eftir Steinunni Þórarinsdóttur í viðurkenningarskyni fyrir áfangann!@elisavidars #dottir pic.twitter.com/xG4jHEC3Qu
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 12, 2023