Staða Víkings í Sambandsdeildinni er slæm eftir 2-0 tap gegn Riga FC á útivelli í kvöld, um er að ræða fyrri leik liðanna.
Douglas Aurelio kom Riga yfir eftir um hálftíma leik og heimamenn bættu svo við öðru marki í þeim síðari.
Víkingar voru afar óheppnir með drátt en lið Riga er vel mannað og mikið hefur verið lagt í liðið.
Víkingur á seinni leikinn heima eftir viku þar sem liðið þarf að snúa við taflinu.
Riga FC 2 – 0 Víkingur R.
1-0 Douglas Aurelio
2-0 Marko Regza