Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er byrjaður að íhuga tilboð frá Al-Ettifaq í Sádí Arabíu en það hefur legið á borði hans.
Henderson er 33 ára gamall en hann gerði fjögurra ára samning við Liverpool sumarið 2021.
Liverpool er reiðubúið að leyfa Henderson að fara en Steven Gerrard er þjálfari Al-Ettifaq og vill sækja Henderson til félagsins.
Telegraph segir að Henderson sé nú byrjaður að íhuga tilboðið sem myndi hækka launin hans verulega.
Henderson er þó sagður íhuga það að vera áfram en hann hefur átt góða tíma hjá Liverpool og verið fyrirliði liðsins undanfarin ár.