Joao Felix framherji Atletico Madrid er til sölu í sumar, félagið vill losna við hann og lætur hann æfa með unglingaliði félagsins.
ABC á Spáni segir frá því að þrjú lið á Englandi vilji fá Felix en þar á meðal er Manchester United.
Felix var á láni hjá Chelsea á seinni hluta síðasta tímabils, hann fann ekki alveg taktinn í arfa slöku Chelsea liði.
ABC segir að Newcastle og Aston Villa vilji fá Felix en hann hefur áhuga á því að halda áfram í Meistaradeildinni.
United er að leita að framherja og gæti endað á Felix sem er öflugur leikmaður frá Portúgal, hann hefur hins vegar ekki fundið taktinn undanfarin ár.
Felix er 23 ára gamall en Atletico keypti hann fyrir fjórum árum á 113 milljónir frá Benfica.