Það er ekki búist við öðru en að Manchester United gangi í vikunni frá kaupum á Andre Onana markverði Inter.
Félögin eru langt komin með að semja um kaupverðið sem verður í kringum 43 milljónir punda.
Ítalskir miðlar segja að United sé búið að semja við Onana um 100 þúsund pund á viku í fimm ár.
Þar með sparar United sér væna summu því David de Gea sem félagið lét fara var á 375 þúsund pundum á viku.
United mun því spara sér 47 milljónir í hverri viku á stöðu markvarðar sem ætti að koma sér ágætlega fyrir bókhaldið.
United ákvað að losa sig við De Gea en hann varði mark liðsins í 12 ár og spilaði meira en 500 leiki fyrir félagið.