Chelsea er svo sannarlega ekki hætt að bæta við sig ungum leikmönnum, eitthvað sem félagið hefur gert vel í mörg ár.
Nú er Chelsea búið að festa kaup á strák að nafni Ishe Samuels-Smith sem kemur til félagsins frá Everton.
Um er að ræða strák sem kemur frá Fulham en honum hefur verið líkt við goðsögnina Paolo Maldini sem gerði garðinn frægan með AC Milan.
Litlar líkur eru á að varnarmaðurinn fái tækifæri með aðalliði Chelsea á næstu leiktíð og gæti hann verið lánaður annað.
Samuels-Smith lék ekki aðalleik fyrir Everton en stóð sig frábærlega með U21 liði félagsins á síðustu leiktíð og aðeins 17 ára gamall.