Harry Maguire, leikmaður Manchester United, mun missa fyrirliðabandið hjá félaginu jafnvel þó hann fari ekki í sumar.
Frá þessu greina enskir miðlar en Man Utd er að reyna að losna við Maguire sem er einnig enskur landsliðsmaður.
Maguire virðist ekki vera inni í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra Man Utd, og er hann til sölu í sumarglugganum.
Maguire er sjálfur á góðum launum og er ekki að leitast eftir því að komast annað en hann er þrítugur að aldri.
Bruno Fernandes verður kynntur sem nýr fyrirliði Man Utd í næstu viku en hann spilar nánast alla leiki liðsins.