Em ævintýri U19 liðs karla heldur áfram föstudaginn 7. júlí þegar liðið mætir Noregi klukkan 19:00.
Noregur vann sinn fyrsta leik í riðlinum gegn Grikklandi, og er því jafnt Spáni á stigum í efsta sæti riðilsins.
Liðin hafa mæst 11 sinnum í þessum aldursflokki, þar hefur Ísland sigrað fimm viðureignir, Noregur fjórar og hafa verið gerð tvö jafntefli. Liðin mættust síðast í september á síðasta ári þar sem Ísland vann með 3 mörkum gegn einu.
Leikurinn gegn Noregi verður í beinni útsendingu á RÚV2 og hefst útsendingin klukkan 18:50.