Manchester United er til í að losna við Fred af launaskrá í sumar og hefur hann verið sterklega orðaður við Fulham.
Og mynd sem enski miðjumaðurinn birti á Instagram síðu sinni í dag vekur athygli en þar lætur hann vita að hann sé staddur í London.
Margir stuðningsmenn United telja að þarna gæti Fred verið að ganga frá sínum málum.
Spilatími Fred hjá Manchester United gæti orðið miklu minni en hann er vanur eftir að United keypti Mason Mount í dag.
Fred kom til United sumarið 2018 og hefur verið umdeildur en margir telja hann sé ekki nógu góður til að spila fyrir United.