fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Leikmaður Liverpool hafnar risatilboði frá Sádi-Arabíu

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 11:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thiago Alcantara er eftirsóttur í Sádi-Arabíu en leikmaðurinn hefur þegar hafnað stóru tilboði þaðan.

The Athletic segir frá.

Thiago gekk í raðir Liverpool frá Bayern Munchen árið 2020. Síðan hefur hann mikið verið meiddur en sýnt góða frammistöðu inn á milli.

Spánverjinn, sem er alinn upp hjá Barcelona, verður samningslaus næsta sumar og dagar hans á Anfield gætu verið taldir.

Sádi-Arabar reyna að sanka að sér stórstjörnum þessa dagana og gæti Thiago verið næstur inn. Sjálfur hefur hann þó hafnað einu tilboði.

Liverpool er opið fyrir því að hleypa leikmanninum í burtu í sumar eða frítt næsta sumar.

Liverpool stendur í ströngu að endurnýja miðsvæði sitt í sumarglugganum. Þeir Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai eru báðir gengnir í raðir félagsins og eru miklar vonir bundnar við þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Í gær

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“