Thiago Alcantara er eftirsóttur í Sádi-Arabíu en leikmaðurinn hefur þegar hafnað stóru tilboði þaðan.
The Athletic segir frá.
Thiago gekk í raðir Liverpool frá Bayern Munchen árið 2020. Síðan hefur hann mikið verið meiddur en sýnt góða frammistöðu inn á milli.
Spánverjinn, sem er alinn upp hjá Barcelona, verður samningslaus næsta sumar og dagar hans á Anfield gætu verið taldir.
Sádi-Arabar reyna að sanka að sér stórstjörnum þessa dagana og gæti Thiago verið næstur inn. Sjálfur hefur hann þó hafnað einu tilboði.
Liverpool er opið fyrir því að hleypa leikmanninum í burtu í sumar eða frítt næsta sumar.
Liverpool stendur í ströngu að endurnýja miðsvæði sitt í sumarglugganum. Þeir Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai eru báðir gengnir í raðir félagsins og eru miklar vonir bundnar við þá.