Íþróttavikan er á dagskrá alla föstudaga hér á 433 og í Sjónvarpi Símans. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti og í þetta skiptið mætti Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals.
Valur er að elta Víking R. í kapphlaupinu um Íslandsmeistaratitilinn og svo koma Blikar þar á eftir. Adam vill skáka sínum gömlu félögum í Víkingi.
„Klárlega væri það gaman,“ segir hann.
„Ég held að Blikar séu langt frá því að vera búnir. Ég held að þeir eigi inni fullt af gírum.“
Adam skaut svo aðeins á Víking sem fékk Aron Elís Þrándarson heim úr atvinnumennsku á dögunum.
„Það er erfitt að keppa við lið sem er að kaupa leikmann úr dönsku úrvalsdeildinni en við reynum okkar besta.“
Umræðan í heild er í spilaranum.