Aston Villa er búið að staðfesta komu miðjumannsins Youri Tielemans frá Leicester City.
Tielemans var lengi orðaður við Arsenal en hann hafði engan áhuga á að spila með Leicester í næst efstu deild.
Leicester féll úr efstu deild á síðustu leiktíð en þessi 26 ára gamli leikmaður hefur gert fjögurra ára samning við Villa.
Tielemans á að baki 60 landsleiki fyrir Belgíu og lék um 200 leiki fyrir Leicester á sínum tíma þar.
Tielemans kemur til Villa á frjálsri sölu en samningur hans við Leicester var runninn út.