Diletta Leotta, sjónvarpskona og kærasta knattspyrnumannsins Loris Karius, hefur opnað sig um erfitt augnablik í æsku.
Leotta og Karius hafa verið saman síðan í október.
Markvörðurinn var áður á mála hjá Liverpool en var hjá Newcastle á síðustu leiktíð. Nú er hann að verða samningslaus.
Leotta var í einlægu viðtali á dögunum þar sem hún opnaði sig um atvik er hún var í leikfimitíma í skóla.
Segir Leotta leikfimikennarann hafa slegið í rassinn á henni og notað kynferðislegt orðbragð við sig.
„Ég skildi ekki hvað hann var að reyna að segja mér. Ég bara náði því ekki,“ segir Leotta.
Leotta segir einnig frá því í viðtalinu að hún lendi enn í óviðeigandi hegðun manna í dag. Til að mynda sé dónalegum orðum hreytt í hana af knattspyrnuáhugamönnum þegar hún fjallar um fótbolta í sjónvarpi.