Mörgum þykir nýr varabúningur Manchester United hreint hræðilegur en myndir af honum hafa lekið út.
United mun kynna treyjuna á næstu dögum en treyjan er græn og hvít með rauðri línu.
Treyjan er framleidd af Adidas en fær ekkert sérstök viðbrögð netverja. „þetta er hryllingur,“ skrifar einn netverji.
„Myndi ekki klæða í mig í hana þó ég fengi hana frítt, ljótasta treyja sögunnar,“ segir annar.
Treyjur United seljast iðulega vel eins og hjá öðrum stórliðum í boltanum en spurning er hvort þessi rjúki út.