Það er bjartsýni hjá Bayern Munchen að félaginu takist að landa Harry Kane í sumar.
Fyrsta tilboði Bayern var hafnað af Tottenham en það hljóðaði upp á um 60 milljónir punda. Tottenham vill nær 100 milljónum fyrir Kane þrátt fyrir að hann eigi aðeins ár eftir af samningi sínum.
Kane er sagður hafa samið um eigin kjör við Bayern ef félögin skildu ná saman. Þýska félagið er nú sagt undirbúa 80 milljóna punda tilboð í enska framherjann.
Þýski blaðamaðurinn Christian Falk segir bjartsýni innan herbúða Bayern um að það takist að landa Kane.
„Bayern Munchen væri ekki að bjóða í Kane ef félagið vissi ekki að hann myndi fara. Fyrsta skrefið var að semja við Kane og svo buðu þeir í hann,“ segir Falk.
„Málið er að Bayern er í annari deild. Kane gerði heiðursmannasamkomulag við Daniel Levy sem gerir honum kleift að fara í aðra deild ef hann er með gott tilboð.“
Falk segir Bayern meira að segja til í að bíða í eitt ár.
„Ef hann fer ekki í sumar mun Bayern bíða. Tottenham þarf að ákvða hvort félagið vill pening fyrir Kane núna því á næsta ári fá þeir ekkert fyrir hann.“