fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Stjarna United stígur fram eftir að hafa verið sakaður um hrottalegt ofbeldi – Segist saklaus eftir að hafa farið í skýrslutöku

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 14:00

Antony og Cavalin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony leikmaður Manchester United hafnar með öllu að hafa beitt fyrrum unnustu sína hrottalegu ofbeldi eins og hún sakar hann um.

Antony hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni og hafnar þar öllum þeim ásökunum sem hann hefur setið undir. Gabriella Cavallin sem er nú fyrrum unnusta Antony segist hafa óttast um líf sitt þegar hann á að hafa lagt á hanar hendur. Cavallin fór til lögreglunnar og segir að Antony hafi beitt sig líkamlegu ofbeldi. Segja fjölmiðlar að um sé að ræða fjögur skipti sem hún sakar Antony um ofbeldi. Segir í fréttum í Brasilíu að Cavallin hafi farið með myndir af meintum áverkum til lögreglunnar og samskipti þeirra á milli.

„Hann hélt um báðar hendurnar á mér, henti mér í rúmið og fór svo ofan á mig,“ sagði Cavallin.

„Við það fór silíkonið mitt að færast úr stað.“

Getty Images

Cavallin segist hafa óttast um líf sitt á þessum tímapunkti. „Á því augnabliki varð ég svo andstutt að mér leið eins og ég væri að deyja.“

Cavallin heldur því fram að Antony hafi haldið sér læstri inn á heimili hans í Manchester. „Hann braut ferðatöskuna mína, tók handtöskuna mína, vegabréfið mitt. Hann braut farsímann minn, hann vildi ekki sleppa mér,“ sagði Cavallin.

Öllu þessu hafnar Antony í yfirlýsingu og segir meðal annars. „Eftir að hafa lagt fram skýrslu hjá lögreglu þar rannsókn er í gangi vil ég tala opinberlega í fyrsta sinn frá því að þessar fölsku ásakanir komu fram,“ segir Antony.

„Ég hef ekki sagt neitt til að hafa ekki áhrif á rannsóknina, en á þessum tíma hef ég og fjölskylda mín upplifað þjáningu í þögninni. Ég hef aldrei verið í þessum aðstæðum áður.“

„Eftir að rannsókn lýkur verður sakleysi mitt sannað,“ segir Antony en yfirlýsing hans er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Í gær

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn