Gia Queiroz leikmaður úr kvennaliði Arsenal birti óvart mynd af sér á samfélagsmiðlum í nýrri treyju félagsins.
Félögin reyna oft að halda leynd yfir næstu treyju og Arsenal hefur ekki gert sína opinbera.
Queiroz birti mynd af sér í myndatöku fyrir nýju treyjuna en eyddi henni svo.
Treyja Arsenal er áfram framleidd af Adidas en rendurnar á ermunum eru gulllitaðar.
Treyjuna má sjá hér að neðan.