fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Sá virtasti segir allar líkur á að De Gea verði áfram hjá Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. maí 2023 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru miklar líkur á að David De Gea verði áfram hjá Manchester United. Þetta segir hinn afar vel tengdi Fabrizio Romano.

Samningur De Gea við United er að renna út. Hann getur því farið frítt í sumar eftir 12 ár hjá félaginu ef hann skrifar ekki undir nýjan.

Spænski markvörðurinn er launahæsti leikmaður United með 375 þúsund pund á viku. Ljóst er að laun hans munu lækka töluvert ef hann skrifar undir nýjan samning.

„Manchester United vill lækka laun hans en aftur á móti gæti hann fengið lengri samning. Svona eru viðræðurnar en þær eru komnar langt á veg,“ segir Romano.

Að sögn Romano vilja báðir aðilar halda samstarfinu áfram.

„De Gea vill vera áfram hjá United og félagið vill halda honum.

Erik ten Hag hefur verið mjög skýr, hann vill halda De Gea. Þetta snýst um smáatriði og verður klárað fljótlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona