Nicklas Bendtner er einn áhugaverðasti fótboltamaður síðari ára. Hann hefur verið á mála hjá stórliðum en Daninn hefur þó aðallega vakið athygli utan vallar.
Flestir þekkja hinn 35 ára gamla Bendtner frá tíma hans hjá Arsenal. Hann hefur þó einnig leikið fyrir félög á borð við Juventus og Sunderland.
Á dögunum var hann mættur á Emirates leikvanginn að sjá sína menn tapa illa fyrir Brighton.
Í kjölfarið ákvað breska götublaðið The Sun að gera samantekt á mögnuðu lífi Bendtner utan vallar.
Það er óhætt að segja að Bendtner elski lúxus. Hann klæðist rándýrum fötum frá fyrirtækjum eins og Supreme og Gucci.
Þá ferðast Bendtner ansi víða. Undanfarið hefur hann verið í Filippseyjum, Mykonos, Austurríki og víðar.
Þar sýnir hann frá lúxuslífstílnum á ferðalögum sínum. Dýr vín og vindlar eru áberandi.
Þá hefur Bendtner keyrt um á rándýrum bílum í gegnum tíðina.Hann keypti sér 20 milljóna króna Aston Martin árið 2009.
Síðan þá hefur hann keypt sér enn dýrari bíla en það. Þá heldur hann mikið upp á Porsche af árgerðinni 1988.
Bendtner hefur verið með nokkrum konum í gegnum tíðina og vakti samband hans og Philine Roepstorff mikla athygli.
Þau hættu hins vegar saman og í dag er Bendtner með hinni sænsku Clöru Wahlqvist. Tók hún til að mynda þátt í „Ungfrú heimur“ fyrir hönd Svía.
Virka þau ansi hamingjusöm saman.
Sem fyrr segir vakti samband Bendtner og Philine mikla athygli. Það voru gerðir raunveruleikaþættir um þau og komu út tvær þáttaraðir.
Þættirnir hættu þegar sambandi þeirra lauk.
Þá hefur Bendtner einnig verið í þáttunum Nicklas Pranker á Amazon.