Patrice Evra, fyrrum stjarna Manchester United, var óvæntur gestur í nýrri auglýsingu Au Vodka sem birtist á dögunum.
Evra er nafn sem flestir knattspyrnuaðdáendur kannast við en hann gerði garðinn frægan með United og franska landsliðinu.
Rapparinn Giggs sá um að flytja lagið en Evra fær þónokkurn tíma á skjánum og hafði augljóslega mjög gaman að.
Það eru fimm ár síðan Evra lagði skóna á hilluna en hann hefur gert það gott sem sparkspekingur síðan þá.
Myndbandið umtalaða má sjá hér fyrir neðan.