Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi hefur hafið störf í fjölmiðlum.
Tryggvi sem lék lengi vel með ÍBV var með textalýsingu og tók viðtöl fyrir Fótbolta.net í Vestmannaeyjum í gær.
Tryggvi sá þar um fjalla um leik ÍBV og Víkings í Bestu deild karla þar sem Víkingur vann dramatískan sigur.
Tryggvi lagði skóna á hilluna árið 2018 eftir mjög farsælan feril þar sem hann lék meðal annars 41 landsleik fyrir Ísland.
Hann hafði svo farið út í þjálfun en hans síðasta starf í fótbolta var árið 2021 þegar hann var þjálfari Kormáks/Hvöt en hann lét þá af störfum áður en tímabilið hófst.